Almenna Málflutningsstofan - AM Praxis, byggir á gömlum meið og á rætur að rekja aftur til ársins 1941 þegar Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmaður hóf rekstur lögmannsstofu. Árið 1983 gekk Reynir Karlsson til liðs við Baldvin og störfuðu þeir samhliða undir merkjum lögmannsstofu Baldvins og Reynis. Árið 1992 sameinaðist stofan Almennu málflutningsstofunni sem rekin var af feðgunum Jónatani Sveinssyni og Hróbjarti Jónatanssyni. Síðar tók hin sameinaða lögmannsstofa upp nafnið AM Praxis. Stofan er í dag rekin af Reyni Karlssyni hæstaréttarlögmanni, Helgu Reynisdóttur lögmanni og Halldóri Þorsteinssyni lögfræðingi.