Helga Reynisdóttir hdl., LL.M.
Helga er fædd árið 1987 og starfar sem lögmaður hjá AM Praxis. Helga útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2007. Helga lauk BA prófi frá lagadeild Háskólans í Reykjavík vorið 2010 og ML prófi vorið 2012. Hún sat í ritstjórn Tímarits Lögréttu skólaárið 2009-2010. Helga var Jasso Honors styrkþegi við Kyushu háskóla í Japan og lauk þaðan LL.M. gráðu í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti árið 2014 með áherslu á viðskiptabrot innan fjármálafyrirtækja og alþjóðlegan samninga- og kröfurétt. Helga varð héraðsdómslögmaður árið 2016. Helga er varamaður í stjórn Samkeppniseftirlitsins.
Áður starfaði Helga hjá Veitu innheimtuþjónustu (nú Momentum) og sem fulltrúi hjá JP lögmönnum.